Forester

Tilbúinn fyrir allt.

Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til að gera.

Alhliða öryggi Subaru

Þegar bíllinn þinn færir þér hugarró er lífið enn ánægjulegra. Þess vegna er öryggið sett á oddinn í Subaru. Subaru, sem á rætur sínar að rekja til flugvélaframleiðslu, heldur í heiðri stefnu sína um „fólk í fyrirrúmi“ með því að fínstilla, prófa og endurprófa framúrskarandi öryggisbúnað sinn, sem hefur verið í þróun í meira en 50 ár. Með nýjustu varnarkerfum gegn árekstrum og einstakri tækni á borð við SGP-undirvagninn og samhverft aldrif leitast Subaru stöðugt við að bæta alhliða öryggi til að stuðla að framtíð án bílslysa.

GRUNDVALLARÖRYGGI

Grundvallaröryggi hefst á undirliggjandi hönnunarstigi. Framúrskarandi skyggni, ákjósanleg akstursstaða og einföld stjórntæki sjá í sameiningu um að gæta öryggis þíns frá því að þú sest upp í bílinn.
<sg-lang1>Skyggni í allar áttir</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Skyggni í allar áttir

Ákjósanleg akstursstaða, gluggahæð og vandlega staðsettar stoðir veita frábæra yfirsýn í allar áttir og fækka blindsvæðum, til að auðvelt sé fyrir þig að kanna umhverfið.

FYRIRBYGGJANDI ÖRYGGI

Með framúrskarandi öryggistækni á borð við EyeSight*1 stuðlar fyrirbyggjandi öryggi að því að hægt sé að forðast árekstra áður en slys verður óumflýjanlegt.
<sg-lang1>Greining Subaru á bílum fyrir aftan (SRVD)<sup>*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Greining Subaru á bílum fyrir aftan (SRVD)*2

Skynjarar á afturhornum bílsins láta þig vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti. Þeir vara þig einnig við yfirvofandi árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.
<sg-lang1>Aðalljós sem bregðast við stýringu (SRH)</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Aðalljós sem bregðast við stýringu (SRH)

Þessi aðalljós eru tengd hreyfingum stýrisins og ökuhraða og beina ljósunum í þá átt sem bíllinn er að beygja til að þú sjáir betur fyrir horn og tryggja öruggari kvöldakstur.
<sg-lang1>Sjálfvirk bakkhemlun (RAB)<sup>*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk bakkhemlun (RAB)*2

Þegar bíllinn er í bakkgír notar þetta kerfi fjóra skynjara á afturstuðaranum til að greina hindranir fyrir aftan bílinn. Ef hindrun greinist getur kerfið gert ökumanninum viðvart með viðvörunarhljóðum og hemlað sjálfkrafa til að koma í veg fyrir árekstur eða draga úr skemmdum af völdum árekstrar.
<sg-lang1>Háljósaaðstoð (HBA)<sup>*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Háljósaaðstoð (HBA)*2

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósunum, allt eftir akstursskilyrðum.

* Skilmálar

*1 EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins.

*2 Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika háþróaða öryggisbúnaðarins fyrir öruggan akstur. Eiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila.

AKSTURSÖRYGGI

Með tækni á borð við samhverft aldrif og SGP-undirvagn býður akstursöryggi upp á nákvæma stýringu bílsins með því að
fínstilla gruannþætti aksturs – akstur, beygjur og hemlun – svo að þú getir notið sérhverrar ökuferðar áhyggjulaus.
<sg-lang1>VDC-stöðugleikastýring + Virk togstýring</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

VDC-stöðugleikastýring + Virk togstýring

VDC-stöðugleikastýring stillir dreifingu togs á öllum hjólum, vélarafl og hemla á hverju hjóli til að halda stefnu bílsins. Með virkri togstýringu eru hemlar notaðir og minna togi er dreift til hjólanna að innanverðu og meira til hjólanna að utanverðu til að bæta stjórn bílsins og hjálpa þér að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.
<sg-lang1>Sjálfvirk haldstaða</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk haldstaða

Þegar bíllinn hefur stöðvast alveg heldur sjálfvirk haldstaða bílnum á sínum stað þótt fóturinn sé tekinn af hemlafótstiginu, sem aftur dregur úr þreytu ökumanns í mikilli umferð.
<sg-lang1>Komið í veg fyrir hættu</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Komið í veg fyrir hættu

Lægri þyngdarmiðja, bætt fjöðrunarkerfi, aukinn stífleiki SGP-undirvagnsins og samhverft aldrif gera það að verkum að bíllinn svarar strax þegar reynt er að víkja frá og hjálpar þannig til við að forðast hættur á veginum.

ÁREKSTRARÖRYGGI

Árekstraröryggi er hugsað til að tryggja öryggi þitt ef þú lendir í árekstri, með búnaði eins og vélaruppsetningu sem ver farþegarýmið og SRS* loftpúðum.
<sg-lang1>Sérstyrkt hringlaga grind</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkta hringlaga grindin er úr mjög teygjanlegum stálplötum og var endurhönnuð til að ná fram betri höggdeyfingu við árekstur úr öllum áttum.
<sg-lang1>Uppsetning sem ver farþegarýmið</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Sérstyrktir burðarbitarnir og grindin vinna saman í SGP-undirvagni Forester til að draga í sig högg frá öllum hliðum og verja þannig alla farþega. Vélin og gírkassinn eru hönnuð til að ýtast undir bílinn ef ekið er framan á hann í stað þess að þeytast inn í farþegarýmið.
<sg-lang1>SRS-loftpúðar <sup>*</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

SRS-loftpúðar *

SRS-loftpúðar* að framan, SRS hliðarloftpúðar* að framan, SRS loftpúðatjöld* og SRS-hnéloftpúði* eru staðalbúnaður í öllum nýjum Forester sem veitir farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur.

* Skilmálar

* Virka ásamt öryggisbeltum.

EyeSight

Subaru EyeSight-akstursaðstoð

EyeSight*1, brautryðjandi akstursaðstoðarkerfi Subaru, notar tvær samtengdar myndavélar til að fanga litmyndir með frábærri myndgreiningu. Kerfið veitir ökumanninum aðra sýn á veginn fram undan, sem jafnast næstum á við mennska sjón. Þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu,
eins og bíla, mótorhjól, reiðhjól og gangandi vegfarendur*2, varar það ökumanninn við og beitir hemlunum ef með þarf, sem skilar sér í enn öruggari akstri og hugarró.
<sg-lang1>Sjálfvirkur hraðastillir</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirkur hraðastillir

Þegar sjálfvirki hraðastillirinn skynjar bíl fyrir framan heldur hann ákveðinni fjarlægð frá bílnum á undan með því að fylgjast stöðugt með fjarlægðinni og hraðamuninum og stillir vélina, gírskiptinguna og hemlana í því skyni að halda hraðanum í samræmi við umferðina frá u.þ.b. 0 km/klst. upp í 180 km/klst. Hann er hannaður til notkunar á hraðbrautum, þjóðvegum og svipuðum vegum og getur greint bíl fyrir framan og hemlaljós hans til að halda hraða í umferðarteppu á hraðbrautum, sem dregur úr álagi á langferðum
<sg-lang1>Sveigju- og akreinaskynjari</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sveigju- og akreinaskynjari

Á u.þ.b. 60 km hraða á klst. eða meira hjálpar sveigjuviðvörun þér að halda þér vakandi með hljóðmerki og blikkandi ljósi ef hún greinir að bíllinn reiki eða sveigi út af akreininni. Á u.þ.b. 50 km hraða á klst. eða meira sendir akreinaskynjari frá sér hljóðmerki og blikkandi ljós þegar hann greinir að bíllinn fari út af akreininni án þess að gefa stefnuljós.
<sg-lang1>Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Viðvörun um hreyfingu ökutækis fyrir framan

Þegar bíllinn er kyrrstæður og umferðin byrjar að hreyfast að nýju lætur viðvörunin um hreyfingu ökutækis fyrir framan þig vita með hljóðmerki og blikkandi ljósi.
<sg-lang1>Akreinastýring/ neyðarakreinastýring</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Akreinastýring/ neyðarakreinastýring

Akreinastýring getur aðstoðað við stýringu þegar hún greinir akstur út af akrein, án þess að stefnuljósið sé notað, þegar ekið er á u.þ.b. 60 km/klst. eða meira. Ef kerfið greinir bíla við hlið bílsins, fyrir aftan hann eða á móti, á 60 km hraða á klst. eða meira, heldur neyðarakreinastýring áfram að aðstoða við stýringu óháð því hvort stefnuljósið er virkt eða ekki.
<sg-lang1>Hemlakerfi með árekstraröryggi<sup>*2</sup></sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Hemlakerfi með árekstraröryggi*2

Hemlakerfi með árekstraröryggi getur varað þig við með hljóðmerki og blikkandi ljósi þegar það greinir yfirvofandi árekstur við hindrun framan við bílinn. Ef ekki er gripið til aðgerða til að komast hjá árekstri getur kerfið beitt hemlunum til að forðast eða draga úr höggi á framhluta bílsins. Ef gripið er til aðgerða til að komast hjá árekstri getur kerfið aðstoðað ökumanninn við að beita fullum hemlunarkrafti.
<sg-lang1>Inngjöf með árekstraröryggi</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Inngjöf með árekstraröryggi

Þegar hlutur er fyrir framan og þú setur í akstursgír í staðinn fyrir bakkgír getur inngjöf með árekstraröryggi varað þig við með hljóðmerki og blikkandi ljósi og slökkt á vélaraflinu til að lágmarka höggkraftinn og skemmdir á framhluta bílsins.

* Skilmálar

*1EyeSight er akstursaðstoðarkerfi sem hugsanlega virkar ekki sem skyldi við allar akstursaðstæður. Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Virkni kerfisins ræðst af mörgum þáttum, svo sem viðhaldi bíls, veðri og ástandi vegar. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir EyeSight-kerfisins er að finna í handbók bílsins.

*2 Hemlakerfi með árekstraröryggi virkar mögulega ekki við allar aðstæður. Mögulega virkar EyeSight ekki eins og skyldi við allar aðstæður, allt eftir hraðamismun, hæð hindrunar og öðrum skilyrðum.

Eftirlitskerfi fyrir ökumann

Framúrskarandi tækni Subaru

Eftirlitskerfi fyrir ökumann stuðlar að öruggari akstri með sérstakri myndavél og varar þig við þegar það greinir merki um truflun eða þreytu hjá ökumanni.

Öryggi og þægindi fyrir alla ökumenn.

DMS-kerfið getur þekkt allt að fimm forskráða ökumenn og býður upp á eftirfarandi sérsniðnar stillingar fyrir ökumenn sem stuðla að þægilegri akstursupplifun.
<sg-lang1>Sjálfvirk stilling sæta</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk stilling sæta

Kerfið getur borið kennsl á allt að fimm ökumenn, óháð aldri og líkamsbyggingu, og stillir sætið sjálfkrafa í samræmi við forskráða stillingu ökumannsins.
<sg-lang1>Sjálfvirk stilling hliðarspegla</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk stilling hliðarspegla

DMS-kerfið stillir hliðarspeglana í samræmi við forskráða stillingu ökumannsins.
<sg-lang1>Sjálfvirk stilling fjölnotaskjás og mæla</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk stilling fjölnotaskjás og mæla

Síðustu stillingar ökumannsins á fjölnotaskjánum, m.a. upplýsingar um eldsneytisnotkun viðkomandi ökumanns, eru endurheimtar til þægindaauka.
<sg-lang1>Sjálfvirk loftkæling</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Sjálfvirk loftkæling

Kerfið man og endurheimtir síðustu stillingar hita- og loftstýringar til að skapa þægilegt umhverfi í farþegarýminu.
<sg-lang1>Viðvörun</sg-lang1><sg-lang2></sg-lang2><sg-lang3></sg-lang3>

Viðvörun

Þegar DMS-kerfið greinir að augu ökumannsins lokast eða horfa til hliðar í langan tíma ákvarðar það að ökumaðurinn hafi orðið fyrir truflun eða sé syfjaður, og varar hann við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun á mælaborðinu og fjölnotaskjánum.
Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á DMS-kerfið fyrir öruggan akstur. Eiginleikar DMS-kerfisins eru takmarkaðir..
Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila.