Ábyrgð

Ábyrgð og skyldur

Ábyrgðartími bifreiða er mismunandi og hvetjum við þig til að kynna þér hann og skilmála framleiðanda í ábyrgðar- og þjónustubók bílsins þíns. Til þess að ábyrgðin haldi sér er nauðsynlegt að koma með bílinn til eftirlits og viðhalds

1. Ábyrgðaryfirlýsing

BL ehf. ábyrgist að nýja SUBARU bifreiðin þín sé gallalaus hvað varðar efni og smíði í samræmi við eftirfarandi skilmála. Viðurkenndur þjónustuaðili SUBARU mun annast nauðsynlegar viðgerðir með því að nota nýja, eða uppgerða hluti, til að lagfæra galla sem fram kunna að koma og ábyrgð þessi nær til.

2. Ábyrgðarskilmálar

Athugið: Til að forðast misskilning skal tekið fram að skilyrði um mörk sem og önnur skilyrði takmarka ekki lögverndaðan rétt neytanda hvað varðar galla sem fram koma við afhendingu bifreiðarinnar (þ.e. takmarka ekki rétt neytanda til að fara fram á úrbætur allt að 2 árum eftir afhendingu eða lengur ef innlendar reglur kveða á um það).
  • ÁbyrgðarskilmálarTími og vegalendir sem takmarka ábyrgðina.
  • Almenn ábyrgð5 ár eða 120.000 km2
  • Ábyrgð á háspennurafhlöðu18 ár eða 160.000 km
  • Ábyrgð vegna gegnumryðs2 12 ár
  • Ábyrgð vegna ryðs í lakki33 ár
  • Varahlutaábyrgð42 ár frá ísetningu
  • Ábyrgð á rafgeymi2 ár frá afhendingu
  • Ábyrgð á hjólbörðum og hljómflutningstækjumSjá skilmála framleiðanda

1 (Li-ion-rafhlaða) fyrir eBoxer hybrid-útfærslu. Eingöngu háspennurafhlaðan sjálf fellur undir ábyrgðina. Allir aðrir hybrid-íhlutir falla undir hefðbundna ábyrgð framleiðanda.
2 Gat í gegnum ytra byrði, sem orsakast af ryði innanfrá og út.
3 Ryð á ytra byrði.
4 Upprunalegir vara-/aukahlutir.

3. Hvenær fellur ábyrgð niður

Vinsamlegast lesið eftirfarandi vandlega. Hvorki SUBARU, dreifingaraðilar SUBARU, umboðsmenn né viðurkennd þjónustuverkstæði verða bundin af ábyrgð þessari hvað varðar eftirtalin atriði:
1. Tjón sem hlýst af því að áskilið þjónustueftirlit er ekki framkvæmt skv. kafla 4.
2. Óeðlilegt eða rangt viðhald framkvæmt af aðila sem ekki er hluti af þjónustuneti SUBARU.
3. Tjón sem hlýst af óleyfilegum breytingum á bifreiðinni svo sem viðbótarljósum, breytingum á vél til að auka vélarafl, eða notkun á breiðum hjólbörðum. (T.d. galli sem orsakast af notkun felgna og hjólbarða sem ekki eru viðurkennd.)
4. Tjón sem hlýst af því að ekki hafa verið notaðir varahlutir og vökvar (sjá töflu hér að neðan í kafla 3) sem viðurkenndir eru af SUBARU.
5. Tjón sem hlýst af notkun bifreiðarinnar sem stangast á við leiðbeiningar þær sem fram koma í eigandahandbókinni.
6. Skemmdir sem orsakast af akstri við óeðlilegar aðstæður, svo sem í keppni og/eða kappakstri eða utan vega.
7. Skemmdir sem rekja má til náttúruhamfara, svo sem jarðskjálfta, fárviðris, flóða, eldsvoða og slysa.
8. Skemmdir sem orsakast af reyk, efnum, fugladriti, salti, steinkasti, rispum, járnryki eða vegna annarra utanaðkomandi áhrifa.
9. Skemmdir sem orsakast af eðlilegu sliti (bremsuklossar o.þ.h.) eða vegna ytri áhrifa svo sem upplitun eða aflögun innréttingar t.d. plasthluta, krómhluta eða málaðra hluta.
10. Skaði sem eðlilegt má telja að komið hafi í ljós við eðlilega notkun en ágerst vegna þess að ekki var brugðist við í tíma.
11. Kvartanir eiganda sem byggðar eru á tilfinningu varðandi hávaða, titring eða olíubletti, sem ekki hafa áhrif á notagildi nema vart hafi orðið við umræddan galla strax við afhendingu bifreiðarinnar.
12. Láist eiganda að uppfylla skilmála þá sem fram koma í kafla 4.
13. Skemmdir á eldsneytiskerfi sem orsakast af vatni eða aðskotaefnum í eldsneytiskerfinu.
14. Skemmdir sem orsakast af ísetningu aukahluta eða tækja, eftir að kaup hafa farið fram, svo sem útvarps, bílasíma, talstöðva eða burðarboga.
15. Viðhaldshlutir (og það sem á að skipta um eða stilla við þjónustueftirlit), olíur/feiti og aðrir vökvar. (Sjá meðfylgjandi töflur yfir viðhaldshluti og olíur/feiti og aðra vökva.)
16. Stillingar, hreinsun, skoðanir eða nauðsynlegt þjónustueftirlit.
17. Skemmdir vegna ábyrgðaviðgerðar sem ekki var framkvæmd af viðurkenndum þjónustuaðila.
18. Ef ábyrgðarviðgerð hefur verið framkvæmd af öðrum en viðurkenndu þjónustuverkstæði.
19. Útgjöld vegna símakostnaðar, dráttarbíla, bílaleigubíla o.s.frv., bætur fyrir óþægindi, vinnutap hvers konar; allur annar kostnaður sem hlýst af því að eigandi getur ekki notað bifreiðina.

Viðhaldshlutir:
Olíur/feiti og aðrir vökvar:
Kerti
Reimar
Loftsíur
Eldsneytissíur
Olíusíur
Kúplingsdiskar og -hlutir
Kolahaldarar (fyrir ECVT)
Hemlaborðar, -klossar
Hemladiskar
Hemlaskálar
Þurrkublöð
Perur
Kol í rafmótorum
Öryggi o.s.frv.
Vélarolía
Gírkassaolía
Sjálfskiptivökvi
Hemlavökvi
Kælivökvi
Feiti
Rúðuvökvi
Rafgeymavökvi
Bensín
Kælivökvi á loftkælingu
Aðrir vökvar o.s.frv.


Engin ábyrgðarviðgerð verður framkvæmd ef í ljós kemur að átt hefur verið við kílómetramæli bifreiðarinnar eða ábyrgðar- og þjónustubók.

Vinsamlega athugið að ábyrgðin tekur ekki til bóta vegna óþæginda eða annars fjárhagslegs tjóns, né kostnaðar sem eigandi kann að verða fyrir vegna afnotamissis.

4. Skyldur eiganda

Til að halda ábyrgð þessari í gildi verður þú að:

1. Nota bifreiðina eins og mælt er fyrir í eigandahandbókinni.
2. Færa bifreiðina til þjónustueftirlits eins og mælt er fyrir um í þjónustubók þessari og eigandahandbók.
3. Eigandinn ber kostnað af þjónustunni. Ef þjónustueftirlitið er ekki framkvæmt innan tiltekinna marka fellur SUBARU ábyrgðin niður.
4. Eiganda er frjálst að velja sér þjónustuaðila til að annast þjónustueftirlitið. Þó ber að hafa í huga að SUBARU er ekki með samning við önnur verkstæði en viðurkennd þjónustuverkstæði og getur því ekki ábyrgst gæði þjónustu þeirra.
5. Í tilfellum þar sem verkstæði utan viðurkenndra þjónustuverkstæða er notað til að annast þjónustueftirlitið verður eigandi að tryggja að verkstæðið framkvæmi alla þætti eftirlitsins með því að láta verkstæðið fara eftir gátlista sem finna má í eigandahanbók og setja stafi sína við hvert einstakt atriði sem skoðað er. Ábyrgðin fellur niður geti eigandi ekki framvísað slíkum gátlista.
6. Geyma ábyrgðar- og þjónustubókina, svo og allar kvittanir, á öruggum stað til að framvísa megi þeim hjá viðurkenndum þjónustuaðila þegar viðgerðar er þörf.

5. Hlutir sem önnur ábyrgð nær til


1. Rafgeymir: Gera má ráð fyrir rafgeymir virki eðlilega í a.m.k. 2 ár frá afhendingu bifreiðarinnar óháð akstri.
2. Hjólbarðar: Hjólbarðar eru í ábyrgð hjá framleiðanda þeirra. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga hjá umboðsfyrirtæki SUBARU.
3. Hljómflutningstæki: Eru í ábyrgð hjá framleiðanda þeirra. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga hjá umboðsmanni SUBARU.

6. Gildistaka ábyrgðarinnar

Ábyrgðin tekur gildi þegar umboðsfyrirtæki hefur skráð bifreiðina í fyrsta skipti, fyllt út ábyrgðar- og þjónustubókina með viðeigandi upplýsingum um bifreiðina þína, stimplað og skrifað undir.

7. Óskir um ábyrgðarviðgerðir

Til að fá ábyrgðarviðgerðir framkvæmdar, framvísið ábyrgðar- og þjónustubókinni hjá viðurkenndu umboðsfyrirtæki SUBARU. Ef ábyrgðar- og þjónustubókin er týnd eða fyllt út á ófullnægjandi hátt verður ábyrgðarviðgerð, sem fellur undir skilmála þessa, hafnað.

8. Eigendaskipti

Ef bifreiðin er seld á ábyrgðartímabilinu, vinsamlegast afhendið nýjum eiganda ábyrgðar- og þjónustubók þessa og eigandahandbókina.

9. Ábyrgð í landi án viðurkenndra þjónustuverkstæða


1. Ef nauðsynlegt er að gera við bifreiðina þína á meðan þú ferðast um í landi þar sem ekki er viðurkenndur SUBARU þjónustuaðili, ráðleggjum við þér að leita til verkstæðis sem er viðurkenndur þjónustuaðili annarrar bifreiðategundar eða starfar eftir háum stöðlum. Ef viðgerðin fellur undir almenna ábyrgðarskilmála, vinsamlegast framvísaðu reikningi fyrir viðgerðinni hjá umboðsmanni þínum við heimkomuna. Einnig er nauðsynlegt - ef mögulegt er - að koma með hluti sem skipt hefur verið um og skila þeim inn.
2. Vinsamlegast athugið að á reikningum er nauðsynlegt að fram komi verksmiðjunúmer bifreiðarinnar ásamt verklýsingu. Endurgreiðsla er háð samþykki BL ehf.

10. Kostnaður sem tengist ábyrgðarviðgerð

Kostnaður við viðgerð og varahluti á bifreið þinni sem framleidd er af SUBARU fellur undir almenna ábyrgðarskilmála SUBARU eins og fram kemur í ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUBÓKINNI. Annan kostnað sem ekki fellur undir almenna ábyrgðarskilmála SUBARU ber eigandi.

Þjónustueftirlit

Til þess að tryggja góða endingu og áhyggjulausa notkun er mikilvægt að farið sé að fyrirmælum SUBARU varðandi reglubundið viðhald.

Í eigandahandbókinni eru ítarlegar upplýsingar varðandi reglubundið viðhald - sjá kafla 11 (Maintenance and Service) - þar er yfirlit yfir þjónustueftirlitin fyrir Evrópumarkað. Þar er einnig tekið fram að um lágmarksviðhald er að ræða. Þetta lágmarksviðhald miðast við að bifreiðin komi í það minnsta einu sinni á ári eða á 15.000 km fresti. Einnig kemur fram að margt í notkun bifreiðarinnar og umhverfi (t.d. kalt veðurfar, akstur stuttar vegalengdir og notkun nálægt sjó) getur haft áhrif á hvað þarf að framkvæma og hversu oft.

Ef tekið er tillit til aðstæðna hér á landi mælir BL ehf. með smur- og þjónustueftirliti á 15.000 km eða 12 mánaða fresti.

Til að viðhalda fimm ára ábyrgð á bifreiðinni er nauðsynlegt að þessar skoðanir fari fram hjá viðurkenndum þjónustuaðila og notaðir viðurkenndir SUBARU varahlutir eða varahlutir sem eru jafn góðir eða betri og hlotið hafa viðurkenningu SUBARU.