Outback

Kraftmikil akstursgeta.

Afgerandi fágun.

Akstursöryggi

Greining Subaru á bílum fyrir aftan*

Greining Subaru á bílum fyrir aftan*

Greining Subaru á bílum fyrir aftan notar skynjara hringinn í kringum bílinn til að láta vita ef bílar eru á blindsvæðum að aftan til að auka öryggi við akreinaskipti, auk þess sem þeir geta varað við mögulegum árekstri þegar bakkað er inn á umferðargötu.

Háljósaaðstoð*

Háljósaaðstoð*

Háljósaaðstoð eykur skyggni og öryggi við akstur í myrkri með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á háljósum Outback, allt eftir akstursskilyrðum.

VDC-stöðugleikastýring

VDC-stöðugleikastýring

VDC-stöðugleikastýringin greinir, með hjálp fjölda skynjara, hvort bíllinn stefnir í sömu átt og ökumaðurinn stýrir. Ef hjól missir grip eða bíllinn fer út af ætlaðri stefnu þegar beygja er tekin á miklum hraða eru átaksdreifing aldrifs, aflúttak vélarinnar og hemlar hvers hjóls fyrir sig notuð til að halda bílnum á réttri braut.

Virk togstýring

Virk togstýring

beygjum beitir virk togstýring hemlum og dregur úr afli til innri hjólanna um leið og aflið er aukið til ytri hjólanna. Þetta auðveldar krappar beygjur og býður upp á nákvæmari stýringu. Þegar kerfið vinnur með VDC-stöðugleikastýringunni ver það þig gegn hættum og eykur öryggistilfinningu þína.

Aukin yfirsýn

Aukin yfirsýn

Við breyttum grindinni til að auka yfirsýn og minnka blindsvæðin. Við settum einnig litla hliðarrúðu að framan hjá hliðarspeglunum til að minnka blindsvæðið að framan með aukinni yfirsýn.

Skilyrði

Ökumaðurinn er alltaf ábyrgur fyrir því að aka á öruggan hátt, með aðgát og samkvæmt umferðarlögum. Ekki skal reiða sig eingöngu á eiginleika framúrskarandi öryggisbúnaðarins fyrir öruggan akstur. Greiningareiginleikar kerfisins eru takmarkaðir. Ítarlegar upplýsingar um virkni og takmarkanir kerfisins er að finna í notendahandbókinni. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila.

Árekstraröryggi

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Uppsetning sem ver farþegarýmið

Subaru leggur alveg sérstaka áherslu á öryggi þitt. Komi til framanákeyrslu eru BOXER-vél SUBARU og gírkassinn í Outback hönnuð á þann hátt að þau gangi ekki inn í farþegarýmið til að tryggja öryggi farþega.

SRS-loftpúðar*

SRS-loftpúðar*

SRS-loftpúðar* að framan, SRS-hliðarloftpúðar* að framan, SRSloftpúðatjöld* og SRS-hnéloftpúðar* eru staðalbúnaður í Outback til að veita öllum farþegum aukna vernd ef til árekstrar kemur.

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkt hringlaga grind

Sérstyrkt hringlaga grind eykur styrk farþegarýmisins, allt frá þaki til hurða, stoða og gólfs. Þessi hönnun dregur úr og dreifir höggi í átt frá farþegum komi til áreksturs. Hún styrkir einnig og léttir undirvagninn, sem veitir aukna vörn.

Höfuðpúðar á framsætum

Höfuðpúðar á framsætum

Höfuðpúðarnir bjóða upp á stillingu hæðar og horns og henta því öllum farþegum, óhæð stærð eða kröfum um þægindi.

Öryggisbelti í framsætum með forstrekkjurum og átakstakmörkun

Öryggisbelti í framsætum með forstrekkjurum og átakstakmörkun

Öryggisbelti í framsæti eru með hæðarstillingu, forstrekkjurum til að halda farþegum tryggilega föstum og átakstakmörkun til að létta mesta þrýstingnum af brjóstkassanum

Skilyrði

* SRS: SRS-loftpúðar. Virka ásamt öryggisbeltum.