Outback

Kraftmikil akstursgeta.

Afgerandi fágun.

BOXER-VÉL SUBARU

Leitun er að bílum sem bjóða upp á jafnöruggan og afslappaðan akstur og Outback og því ætti það ekki að koma á óvart hversu einstök tæknin er á bak við hann. Lóðrétt og mótstæð uppsetning BOXER-vélar SUBARU staðsetur stimplana í 180 gráðu horni á móti hvor öðrum

til að ná lægri og flatari vél en aðrar vélargerðir bjóða upp á. Þetta skilar sér í lægri þyngdarpunkti í vélinni, og í bílnum, og um leið meira jafnvægi. Enn fremur dregur gagnstæð hreyfing stimplanna úr áhrifum hreyfingarinnar og dregur úr titringi.

2.5-lítra DOHC SUBARU BOXER

2.5-lítra DOHC SUBARU BOXER

  • Hámarksafl 129 kW (175 PS) / 5.800 rpm
  • Hámarkstog 235 Nm (24.0 kgfm) / 4,000 rpm
  • Eldsneytiseyðsla* 7.7 l/100 km
  • CO2 útblástur*177 g/km

* Skilyrði

* Eldsneytisnotkun og CO2 útblástur: er samkvæmt ECE R101-01.

Aukinn stöðugleiki

Strokkstykkið er flatara og situr neðar á undirvagninum sem leiðir til þess að bíllinn er stöðugri og vinnur betur gegn hliðarveltingi en bílar með aðra hönnun

Endingargóð afköst

Flöt vélin er einstaklega stíf og stöðug til að tryggja endingu og áreiðanleg afköst með minni titringi en í V-vélum eða fjögurra strokka vélum í samsvarandi bílum.

Samhverft aldrif

Stjórn getur af sér öryggi og stöðugleiki býður upp á hrífandi lipurð í Outback. Subaru-bílar skapa öryggi undir stýri með stöðugri hönnun samhverfs aldrifs og einstaklega stöðugri BOXER-vél SUBARU. Þetta kerfi skilar stöðugu afli í öll fjögur hjólin til að tryggja aukna stjórn á alls konar vegum sem og við slæm akstursskilyrði.

Uppröðun meginíhluta kerfisins á langveginn skilar framúrskarandi stöðugleika út til hliðanna og nákvæmri stjórn um leið og lág þyngdarmiðja býður upp á sérstaklega áþreifanlegan og viðbragðsfljótan akstur. Einstakir kostir samhverfa aldrifsins bjóða upp á sérstaklega gefandi stjórn og auðvelda þér að stýra hjá hættum.

Lineartronic

Lineartronic

Stiglaus Lineartronic-gírskiptingin er hönnuð með það að markmiði að fullnýta BOXER-vél SUBARU og samhverft aldrifið, the efficient Lineartronic Continuously Variable Transmission keeps the engine in its auk þess að halda vélinni innan skilvirkasta aflsviðsins til að spara eldsneyti.

Gírskiptirofar

Stjórnhnappar fyrir gírskiptingu tryggja léttan, mjúkan og viðbragðsfljótan akstur með 2.5i vél. Stjórnhnappar gírskiptinga stilla sig eftir breytingum á aksturshraða og snúningshraða vélarinnar þannig að ökumaðurinn finnur fyrir skiptingunni við inngjöf og fær þannig betri tilfinningu fyrir bílnum.

X-Mode

X-MODE-stillingin býður upp á áreiðanlegri stjórn með einum hnappi. Tæknin í X-MODE tekur yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, samhverfs aldrifsins, hemlanna og annarra þátta til að koma þér örugglega í gegnum

erfitt ástand vega og yfir síbreytilegt undirlag. Þegar X-MODE er tengt heldur hallastýringin sjálfkrafa stöðugum hraða á Outback þegar ekið er niður brekku.

SI-DRIVE

SI-DRIVE (Subaru Intelligent Drive) getur stillt inngjöf og gírskiptiviðbragð í samræmi við aksturslag þitt til að tryggja þér tafarlaust afl og lipurð þegar á þarf að halda.

Sportstilling

Sportstilling

Þessi viðbragðsfljóta stilling hentar öllum aðstæðum með tafarlausri hröðun og eykur akstursánægjuna hvort sem ekið er á beinum og breiðum þjóðvegi eða hlykkjóttum sveitavegi.

Snjallstilling

Snjallstilling

Þessi stilling, með sínu mjúka afli, hentar fullkomlega fyrir rúntinn, langan akstur og mjög sparneytinn akstur. Hún býður einnig upp á lipra stjórn í rigningu eða á snævi þöktum vegum.